Þurrkaði sig upp eftir svall Potter-áranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:28 Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira