Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Boði Logason skrifar 19. febrúar 2025 09:34 Thomas Ragnar Wood, eða Tommy, var gestur í hlaðvarpinu Heilsuhlaðvarpið. Vísir/Einar Dr. Thomas Ragnar Wood, eða Tommy eins og hann er kallaður, prófessor í barnalækningum og taugavísindum, var gestur í þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms á dögunum og ræddi um hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft afgerandi áhrif á heilsu heilans og minnkað líkur á heilabilun um helming og jafnvel enn meir. Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér. Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér.
Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp