Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 12:03 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. fbl/ernir Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira