„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 08:46 Joycelyn Savage og Azriel Clary mæta í réttarsal vegna máls R. Kelly í febrúar. Getty/Scott Olson Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45