Átta starfsmenn borgarinnar verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum á síðustu 12 mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. mars 2019 18:30 Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir. Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir.
Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira