Jon Jones með öruggan sigur en var næstum því dæmdur úr leik Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. mars 2019 07:52 Vísir/Getty UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30