Bayern München heldur enn í við Borussia Dortmund á toppi þýsku Bundesligunnar í fótbolta, Bayern vann fjögurra marka sigur á Borussia Monchengladbach í kvöld.
Javi Martinez kom gestunum frá München yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik og Thomas Müller var búinn að tvöfalda forystuna á 11. mínútu.
Heimamenn klóruðu aðeins í bakkann með marki á 37. mínútu leiksins og var staðan 2-1 í hálfleik.
Robert Lewandowski byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora fyrir Bayern og heimamenn voru aldrei sérstaklega líklegir til þess að bæta við. Serge Gnabry skoraði fjórða mark Bayern á 75. mínútu og Lewandowski kláraði leikinn á marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Bayern og Dortmund eru því jöfn á toppi deildarinnar eftir 24 umferðir. Dortmund er þó með aðeins betri markatölu og situr því á toppnum.
Bayern upp að hlið Dortmund
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn




