Sérsveit krónprinsins pyntaði og rændi stjórnarandstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 08:53 Salman krónprins var fyrst lýst sem umbótamanni þegar hann tók í reynd við stjórn Sádi-Arabíu árið 2017. Undir hans stjórn hafa stjórnarandstæðingar hins vegar verið handteknir, pyntaðir og jafnvel myrtir. Vísir/EPA Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabía, kom á fót leynilegri sérsveit til að brjóta á bak aftur alla mótspyrnu í landinu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meðlimir sérsveitarinnar eru sagðir hafa njósnað um sádiarabískt andófsfólk, rænt því og pyntað. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur vísbendingar um að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, í október í fyrra. Sádar hafa þvertekið fyrir það og fullyrða að sérsveitarmennirnir hafi sjálfir ákveðið að drepa Khashoggi. Þeir rétta nú yfir ellefu manns sem handteknir hafa verið vegna morðsins.New York Times segir nú að ári áður en Khashoggi var myrtur hafi Salman látið setja saman leynilega sveit manna sem fékk það hlutverk að þagga niður í andófsfólki. Blaðið vísar í bandaríska embættismenn sem hafa aðgang að leyniþjónustuskýrslum. Nokkrir af þeim sem myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans á ræðisskrifstofunni tóku þannig þátt í fjölda leynilegra aðgerða áður sem hófust þegar árið 2017. Þeir hafi meðal annars tekið þátt í að ræna Sádum sem voru búsettir í öðrum arabalöndum og flytja þá aftur heim. Þeir hafi haldið fólki föngnu og pyntað og misnotað fanga í höllum sem tilheyra krónprinsinum og Salman konungi, föður hans.Áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu Ekki liggur fyrir hvort að einhverjir í sérsveitinni hafi tekið þátt í aðgerðum Salman krónprins þegar hann læsti hundruð prinsa, kaupsýslumanna og fyrrverandi embættismanna inni í Ritz-Carlton hótelinu í Ríad og sakaði þá um spillingu árið 2017. Þeir sem þar var haldið urðu margir fyrir líkamlegu ofbeldi og vitni segja að einn hafi látist í haldi. Sádiarabísk stjórnvöld hafa neitað því að ofbeldi hafi verið beitt í aðgerðunum. Íslensk stjórnvöld eru á meðal fjölda ríkja sem hafa lýst áhyggjum af stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna las þannig upp sameiginlega yfirlýsingu 36 ríkja í þarsíðustu viku þar sem Sádar voru hvattir til að sleppa baráttufólki fyrir mannréttindum sem þeir hafa í haldi, ekki síst kvennréttindakonum. Sádar voru einnig hvattir til að vinna með alþjóðlegum rannsakendum á dauða Khashoggi. New York Times segir að nokkrir úr teymi krónprinsins hafi tekið þátt í að handtaka og misþyrma fjölda kvennréttindakvenna síðasta vor og sumar. Konunum hafi í fyrstu verið haldið í höll við Rauðahafið. Þar hafi konunum verið haldið í herbergjum með skyggðum gluggum. Þær hafi reglulega verið yfirheyrðar og pyntaðar. Þannig hafi þær meðal annars verið barðar, þeim gefin rafstuð, þær beittar vatnspyntingum og þeim hótað nauðgun og dauða. Bandaríska leyniþjónustan telur að málvísindakona sem sérsveitin tók höndum hafi reynt að fyrirfara sér í fyrra eftir að hún var beitt andlegum pyntingum í haldi sádiarabískra yfirvalda. Þrátt fyrir álit og skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hampað Salman krónprins. Náið samband hefur verið á milli krónprinsins og Jareds Kushner, tengdasonar Trump og hans helsta ráðgjafa. Trump hefur því ítrekað gert lítið úr vísbendingum sem bendla Salman við morðið á Khashoggi.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira