Það var Valtteri Bottas frá Mercedes sem var sigurvegari í Formúlu 1 kappakstrinum í Melbourne í morgun.
Bottast skaust framhjá liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, strax í ræsingu og náði að halda forystu sinni allt til loka.
Þetta var aðeins fjórði sigur Bottas í Formúlu 1 en hann hlaut einnig aukastig í morgun fyrir að setja hraðasta hring mótsins á næstsíðsta hringum sínum. Sigurinn í morgun er hans fyrsti síðan hann bar sigur úr býtum í Abu Dhabi árið 2017.
Lewis Hamilton kom síðan annar í mark á undan Max Verstappen sem endaði í þriðja sæti.

