Upphitun: Slagurinn á toppnum Bragi Þórðarson skrifar 15. mars 2019 18:15 Nær Vettel að stöðva sigurgöngu Mercedes? Getty Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira