Í fyrsta þættinum er kíkt í æfingabúðirnar hjá Gunnari sem fóru allar fram á Íslandi en hann fékk æfingafélaga frá SBG í Írlandi sem tóku á því með honum.
Unnar Helgason, styrktarþjálfari Gunnars, talar í þættinum líka um hvað þeir hafi verið að gera en Gunnar hefur aldrei verið í betra formi en í síðasta bardaga.
Þáttinn má sjá hér að neðan.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.