Nýjasta stjarnan í Formúlu 1 skrökvaði að föður sínum sem lá á dánarbeðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 17:30 Charles Leclerc verður í sviðsljósinu á þessu ári. vísir/getty Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc. Formúla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc.
Formúla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira