30 ára Grettis-gáta loksins leyst í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 10:56 Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Vísir/Getty Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019 Frakkland Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Íbúar strandbæjar í norðurhluta Frakklands hafa í rúm 30 ár reynt að átta sig á því af hverju plasthlutar Garfield-síma reka reglulega þar á land. Aðgerðarinnar hafa týnt fjölda síma upp af ströndum á svæðinu og í fyrra var síminn gerður að tákni plast-mengunar í Finistere-héraði Frakklands. Garfield, sem ber íslenska nafnið Grettir, er vinsæll og appelsínugulur teiknimyndaköttur. Mikill fjöldi svona síma var framleiddur á árum áður. Heimamenn og aðrir hafa lengið talið víst að símarnir komi úr gámi sem hafi mögulega fallið af flutningaskipi. Það hefur nú verið staðfest og er búið að finna gáminn.Samkvæmt BBC mundi bóndi á svæðinu eftir því þegar hann sá hluta úr símanum fyrst í fjörunni eftir mikið óveður á níunda áratugnum. Hann grunaði meira að segja hvar gámurinn væri, þrátt fyrir að enginn gámur hafi fundist eftir margra ára leit.Samkvæmt Francetvinfo er gámurinn í helli sem ekki er hægt að fara inn í nema á fjöru. Þar fundu aðgerðarsinnarnir í Ar Vilantsou, í fylgd franskra blaðamanna, plasthluti úr símunum frægu víðs vegar um hellinn. Gámurinn sjálfur virðist þó vera grafinn undir miklu grjóti og er ómögulegt að segja hve mikið af símahlutum er enn í honum.Í samtali við AFP fréttaveituna sagði Claire Simonin, yfirmaður Ar Viltansou, að umhverfissamtökin hafi verið stofnuð fyrir átján árum og á þeim tíma hafi hlutar Garfield-síma fundist í næstum því hvert einasta sinn sem meðlimir samtakanna hreinsa fjörur Finistere.Hún sagði það hafa verið erfitt og hættulegt að fara inn í hellinn sem bóndinn benti á en strax við innganginn hafi þau fundið 23 síma í heilu lagi. Hún sagði plastið hafa verið út um allt. Þó Grettis-gátan sé nú talin leyst er mörgum spurningum ósvarað. Fabien Boileau, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins í Finistere, segir enn ekki vitað hvað hafi gerst fyrir rúmum 30 árum síðan. Hvort gámurinn hafi fallið af skipi eða hvort gámarnir séu mögulega fleiri. Meðlimir Ar Viltansou munu halda áfram að þrífa strendur Finistere og búast við því að týna upp marga síma til viðbótar. Vous vous souvenez des téléphones #Garfield ? Après le premier article de @CaBelingard pour #AlertePollution, les langues se sont déliées et un agriculteur a permis de retrouver le conteneur échoué https://t.co/ru7MDssTCY (avec le bon @ cette fois-ci ) pic.twitter.com/q2wtgyXQKX— Thomas Baïetto (@ThomasBaietto) March 26, 2019
Frakkland Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira