Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 09:00 Gunnar Nelson er með flesta afgreiðslur í gólfinu í sögu veltivigtar UFC. vísir/getty Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier. MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
Gunnar Nelson féll í í gær í fyrsta skipti í þrjú ár út af styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC. Hann fór niður í fjórtánda sætið skömmu eftir tapið gegn Leon Edwards en er nú ekki lengur á meðal þeirra fimmtán bestu. Þrátt fyrir tapið gegn Leon Edwards í Lundúnum á dögunum og rysjótt gengi í búrinu undanfarin misseri er Gunnar í miklum metum hjá sérfræðingum um íþróttina eins og sjá má í skemmtilegri grein á MMA-síðunni Pundit Arena. Þar setur MMA-blaðamaðurinn Cillian Cunningham upp draumalistann sinn af bardagamönnum óháð þyngd en augljóst er að hann hefur lagt mikla vinnu í verkið. Greinin kom út í gær rétt áður en að Gunnar féll af listanum og miðar við að hann sé í fjórtánda sætinu hjá UFC. Í þessari grein setur blaðamaðurinn alla bardagamennina í fimmtánda sæti styrkleikalista allra flokka saman í einn flokk, svo þá sem eru númer fjórtán og koll af kolli. Hann velur svo þann besta í hverju sæti fyrir sig.Gunnar Nelson tapaði í Lundúnum.vísir/gettyÞegar horft er á gengi í síðustu bardögum, tæknilega getu, möguleika á að verða meistari og hversu hættulegur bardagamaðurinn er öðrum á listanum telur hann Gunnar Nelson þann besta af öllum í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC, óháð þyngd. „Gunnar tapaði kannski á móti Leon Edwards og stóð sig ekkert frábærlega en það er ekki hægt að gera lítið úr hæfileikum Gunnars að klára bardaga,“ segir í umsögn um Gunnar. „Hann var eiginlega of þrjóskur þetta kvöld gegn Edwards sem varð til þess að Bretinn náði að núlla út allar aðgerðir hans. Hann þarf bara aðeins að laga nokkra hluti og þá ætti Gunni að vera kominn á ról seinna á þessu ári.“ MMA-blaðamaðurinn er svo hrifinn af Gunnari að hann setur hann á draumastyrkleikalistann í lok greinarinnar sem besta bardagakappann í UFC af þeim sem voru í fjórtánda sæti styrkleikalista UFC. Þar er hann á lista með mönnum á borð við Jon Jones, Tony Ferguson og Dustin Poirier.
MMA Tengdar fréttir Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum. 27. mars 2019 10:32