Segir ákvörðun Conors að hætta ekki tengjast ásökun um kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 09:00 Conor McGregor hætti á sínum forsendum. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni. Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni.
Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30
ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21