Eyjólfur afhjúpar langþráðan lunda Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Eyjólfur Pálsson fær loksins að heimsfrumsýna lundann sem vinur hans Sigurjón Pálsson hannaði að beiðni Normann Copenhagen sem Eyjólfur hefur átt viðskipti við frá stofnun fyrirtækisins fyrir 20 árum. Fréttablaðið/Stefán Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Copenhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni. Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og stofnandi Epal, er einn þeirra sem ruddu hönnunarvöru braut inn á íslenskan markað þegar hann stofnaði verslunina fyrir 44 árum. Hann er því vitaskuld í essinu sínu í HönnunarMars en þetta er í ellefta sinn sem hann og hans fólk tekur þátt í þeirri hönnunargleði. Óhætt er að segja að óvenju mikið verði um dýrðir í Epal að þessu sinni en á morgun verður opnað nýtt sýningarrými í versluninni í Skeifunni þar sem verk íslenskra hönnuða sem slegið hafa í gegn á heimsvísu verða í forgrunni. „Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Eyjólfur og bætir við að í ár hafi verið ákveðið að vekja sérstaka athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun. Ekki síst til þess að draga fram hversu víða hróður íslenskra hönnuða hefur borist.Lundinn sem víða hefur verið beðið með eftirvæntingu hefur loksins verið afhjúpaður. Fréttablaðið/StefánRáðist í brúarbyggingu Á annan tug íslenskra hönnuða hafa breitt úr sér á 120 fermetrum í Epal þar sem hönnun þeirra verður til sýnis frá og með deginum í dag. „Þetta er eiginlega bara brú á milli tveggja bita hérna yfir versluninni,“ segir Eyjólfur. „Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að fá þetta samþykkt þegar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var sett af stað þannig að þá drifum við bara í því að byggja brú hérna innanhúss.“ Eyjólfur er ekki síst spenntur fyrir því að heimsfrumsýna nýjan lunda eftir vin sinn Sigurjón Pálsson, sem hefur gert stormandi lukku víða um lönd með sínum rómuðu fuglum. „Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundann, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir engin bein tengsl milli lundans sem verður afhjúpaður í dag og lundabúðafársins í Reykjavík. Þvert á móti er um sérpöntun frá Normann Copenhagen að ræða. „Þeir báðu hann um að gera lunda fyrir sig og það er ekki oft sem erlendur framleiðandi biður hönnuði svona sérstaklega um að gera eitthvað,“ segir Eyjólfur og setur vinsældir fugla Sigurjóns í tölulegt samhengi. „Það er væntanlega búið að selja 250.000 vaðfugla og ég hugsa að verðmæti þeirra í útsölu sé svona einn og hálfur milljarður.“ Eyjólfur neitar því ekki að hann sé spenntur fyrir því að fá loks að afhjúpa lundann sem var fullskapaður fyrir nokkru en ákveðið var að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sleppa honum lausum.WOW vængstýfði hönnuðinn „Það er nú svolítið síðan ég fékk að sjá hann,“ segir Eyjólfur. „En ég nýt þeirra forréttinda að ég fæ almennt mjög oft að sjá hluti sem ég má bara ekki segja frá. Það er stundum rosalega erfitt þegar hausinn er fullur af einhverju sem maður má ekki tala um.“Sigurjón Pálsson hefur gert stormandi lukku með tréfuglunum sínum sem hann hannar fyrir Normann Copenhagen. Fréttablaðið/GVASigurjón býr í Kaupmannahöfn og treystir sér ekki til þess að vera viðstaddur afhjúpun lundans sem margir bíða spenntir eftir. „Nei, hann verður ekki á staðnum vegna þess að hann átti pantað flug hingað með WOW og til baka á laugardaginn en hann er á leiðinni til Peking á sunnudaginn og þorði ekki að fljúga hingað vegna óvissunnar.“ Eyjólfur segir það í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa náð langt á vettvangi alþjóða og starfi eða hafi starfað hjá mörgum þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims. „Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York og hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol. Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson búa í Stokkhólmi og hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn.“ Að ógleymdri Siggu Heimis sem „nær óþarfi er að kynna en hún hannar núna fallega hjartaspegla og allur ágóði af sölu þeirra fer til Sjónarhóls.“ Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Menning Tengdar fréttir Normann Copenhagen kaupir fugla Sigurjóns Vaðfuglar Sigurjóns Pálssonar verða framleiddir af Normann Copenhagen. Fuglarnir verða fáanlegir í Kaupmannahöfn um mánaðamótin og síðar í sumar birtast þeir í hillum hér á landi. 5. júlí 2014 12:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Copenhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni. Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og stofnandi Epal, er einn þeirra sem ruddu hönnunarvöru braut inn á íslenskan markað þegar hann stofnaði verslunina fyrir 44 árum. Hann er því vitaskuld í essinu sínu í HönnunarMars en þetta er í ellefta sinn sem hann og hans fólk tekur þátt í þeirri hönnunargleði. Óhætt er að segja að óvenju mikið verði um dýrðir í Epal að þessu sinni en á morgun verður opnað nýtt sýningarrými í versluninni í Skeifunni þar sem verk íslenskra hönnuða sem slegið hafa í gegn á heimsvísu verða í forgrunni. „Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Eyjólfur og bætir við að í ár hafi verið ákveðið að vekja sérstaka athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun. Ekki síst til þess að draga fram hversu víða hróður íslenskra hönnuða hefur borist.Lundinn sem víða hefur verið beðið með eftirvæntingu hefur loksins verið afhjúpaður. Fréttablaðið/StefánRáðist í brúarbyggingu Á annan tug íslenskra hönnuða hafa breitt úr sér á 120 fermetrum í Epal þar sem hönnun þeirra verður til sýnis frá og með deginum í dag. „Þetta er eiginlega bara brú á milli tveggja bita hérna yfir versluninni,“ segir Eyjólfur. „Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að fá þetta samþykkt þegar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var sett af stað þannig að þá drifum við bara í því að byggja brú hérna innanhúss.“ Eyjólfur er ekki síst spenntur fyrir því að heimsfrumsýna nýjan lunda eftir vin sinn Sigurjón Pálsson, sem hefur gert stormandi lukku víða um lönd með sínum rómuðu fuglum. „Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundann, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir engin bein tengsl milli lundans sem verður afhjúpaður í dag og lundabúðafársins í Reykjavík. Þvert á móti er um sérpöntun frá Normann Copenhagen að ræða. „Þeir báðu hann um að gera lunda fyrir sig og það er ekki oft sem erlendur framleiðandi biður hönnuði svona sérstaklega um að gera eitthvað,“ segir Eyjólfur og setur vinsældir fugla Sigurjóns í tölulegt samhengi. „Það er væntanlega búið að selja 250.000 vaðfugla og ég hugsa að verðmæti þeirra í útsölu sé svona einn og hálfur milljarður.“ Eyjólfur neitar því ekki að hann sé spenntur fyrir því að fá loks að afhjúpa lundann sem var fullskapaður fyrir nokkru en ákveðið var að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sleppa honum lausum.WOW vængstýfði hönnuðinn „Það er nú svolítið síðan ég fékk að sjá hann,“ segir Eyjólfur. „En ég nýt þeirra forréttinda að ég fæ almennt mjög oft að sjá hluti sem ég má bara ekki segja frá. Það er stundum rosalega erfitt þegar hausinn er fullur af einhverju sem maður má ekki tala um.“Sigurjón Pálsson hefur gert stormandi lukku með tréfuglunum sínum sem hann hannar fyrir Normann Copenhagen. Fréttablaðið/GVASigurjón býr í Kaupmannahöfn og treystir sér ekki til þess að vera viðstaddur afhjúpun lundans sem margir bíða spenntir eftir. „Nei, hann verður ekki á staðnum vegna þess að hann átti pantað flug hingað með WOW og til baka á laugardaginn en hann er á leiðinni til Peking á sunnudaginn og þorði ekki að fljúga hingað vegna óvissunnar.“ Eyjólfur segir það í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa náð langt á vettvangi alþjóða og starfi eða hafi starfað hjá mörgum þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims. „Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York og hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol. Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson búa í Stokkhólmi og hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn.“ Að ógleymdri Siggu Heimis sem „nær óþarfi er að kynna en hún hannar núna fallega hjartaspegla og allur ágóði af sölu þeirra fer til Sjónarhóls.“
Birtist í Fréttablaðinu HönnunarMars Menning Tengdar fréttir Normann Copenhagen kaupir fugla Sigurjóns Vaðfuglar Sigurjóns Pálssonar verða framleiddir af Normann Copenhagen. Fuglarnir verða fáanlegir í Kaupmannahöfn um mánaðamótin og síðar í sumar birtast þeir í hillum hér á landi. 5. júlí 2014 12:00 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Normann Copenhagen kaupir fugla Sigurjóns Vaðfuglar Sigurjóns Pálssonar verða framleiddir af Normann Copenhagen. Fuglarnir verða fáanlegir í Kaupmannahöfn um mánaðamótin og síðar í sumar birtast þeir í hillum hér á landi. 5. júlí 2014 12:00