Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Sylvía Hall skrifar 26. mars 2019 21:10 Yale er mjög eftirsóttur skóli en aðeins 6,7% umsækjenda fá inngöngu. Vísir/Getty Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins. Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, tæplega 150 milljónir íslenskra króna. Háskólinn er talinn vera á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum. Mútugreiðslan er sögð tengjast umfangsmikilli svikamyllu sem snerist um að koma börnum fólks inn í ákveðna háskóla gegn greiðslu. Fyrirtækið sem stóð að þessu útvegaði fólk til þess að taka inntökupróf í háskóla eða skráði börnin á íþróttastyrk þrátt fyrir að þau væru ekki íþróttamenn.Sjá einnig: „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Nemandinn sem um ræðir hafði verið tekinn inn á þeim forsendum að hann hafi átt að spila með fótboltaliði skólans en fyrrum þjálfari liðsins, Rudy Meredith, er sagður hafa fengið tæplega 50 milljónir króna fyrir. Meredith sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári vegna tengsla sinna við svikamylluna. Hann er sagður hafa útvegað tveimur nemendum íþróttastyrki, einum hafi verið veitt innganga í skólann en hinum hafi verið hafnað. Hann hafi vitað að hvorugur spilaði fótbolta. Á síðasta ári kom alríkislögreglan í Bandaríkjunum upp um aðra mútugreiðslu sem þjálfarinn fór fram á vegna málsins sem sneri að öðrum nemenda og hljóðaði sú greiðsla upp á tæplega 55 milljónir króna. Meredith mætir fyrir dómara seinna í vikunni vegna málsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37
Móðir drengs sem komst ekki í úrvalsskóla krefst 500 milljarða dollara í miskabætur Jennifer Kay Toy, móðir drengs sem sótti um nokkra þeirra skóla sem koma við sögu í háskólasvikamyllu sem hjálpaði vel efnuðu fólki að koma börnum sína í eftirsótta skóla, hefur farið fram á 500 milljarða dollara í miskabætur frá hluteigandi aðilum. 17. mars 2019 20:03
Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42