Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 11:07 Bæjarstjórnin ætlar að láta íbúa og skólasamfélagið njóta vafans. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í gær að framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar. Um er að ræða alla grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins en ef fram kom merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verður strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. „Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um málið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi þessa úttekt gerða vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um þessi mál að undanförnu þar sem rakaskemmdir hafa fundist í hverjum skólanum á höfuðborgarsvæðinu á fætur öðrum. Foreldrar í Mosfellsbæ höfðu lýst yfir áhyggjum um stöðu mála. „Við viljum vera hundrað prósent viss um að okkar skólahús séu í lagi. Við látum fólkið og skólasamfélagið njóta vafans,“ segir Haraldur. Heilmikil umræða hefur verið um Varmárskóla undanfarið en Efla hafði áður framkvæmt skoðanir á húsnæði skólans sem leiddi í ljós örveruvöxt á þremur afmörkuðum stöðum sem ráðist var í úrbætur á. Engu að síður ætlar bærinn að gera frekari úttekt á Varmárskóla ásamt hinum grunnskólum bæjarins og leikskólum. Mosfellsbær Skóla - og menntamál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í gær að framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði sveitarfélagsins með tilliti til rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar. Um er að ræða alla grunnskóla og leikskóla sveitarfélagsins en ef fram kom merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verður strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. „Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um málið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi þessa úttekt gerða vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um þessi mál að undanförnu þar sem rakaskemmdir hafa fundist í hverjum skólanum á höfuðborgarsvæðinu á fætur öðrum. Foreldrar í Mosfellsbæ höfðu lýst yfir áhyggjum um stöðu mála. „Við viljum vera hundrað prósent viss um að okkar skólahús séu í lagi. Við látum fólkið og skólasamfélagið njóta vafans,“ segir Haraldur. Heilmikil umræða hefur verið um Varmárskóla undanfarið en Efla hafði áður framkvæmt skoðanir á húsnæði skólans sem leiddi í ljós örveruvöxt á þremur afmörkuðum stöðum sem ráðist var í úrbætur á. Engu að síður ætlar bærinn að gera frekari úttekt á Varmárskóla ásamt hinum grunnskólum bæjarins og leikskólum.
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira