Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. mars 2019 10:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15