Segir lobbíista eldismanna hamast á löggjafarvaldinu Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2019 12:46 Jón Kaldal telur litla von til þess að væntanleg lög um fiskeldi fái faglega afgreiðslu á Alþingi, hagsmunagæslufólk eldisfyrirtækja sjái til þess. Nordicphotos/Getty Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur þá sem tala fyrir auknu sjókvíaeldi hér við land skauta fram hjá stærstu spurningunni sem brennur á þeim sem vilja vernda íslenska laxastofninn. „Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.Dagskrá kynningarfundarins umrædda sem fram fer á morgun.„Athyglisvert er að engum fulltrúa Hafrannsóknastofnunar er boðið til þessa viðburðar. Þau sem sitja fyrir svörum eru öll á vegum sjókvíaeldisins með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal er Þorleifur Ágústsson sem tók þátt í að skipuleggja för atvinnuveganefndar Alþingis til Noregs á dögunum.“Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi. „Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.Jón Kaldal segir að skautað sé hjá því markvisst og meðvitað að Norðmenn noti ekki laxastofna frá öðrum löndum í sitt eldi en hér sé það varla rætt.Án þess að ræða þá staðreynd er umræða um norska áhættumatið vita tilgangslaus. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á þetta bann en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn. „(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.“ Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur þá sem tala fyrir auknu sjókvíaeldi hér við land skauta fram hjá stærstu spurningunni sem brennur á þeim sem vilja vernda íslenska laxastofninn. „Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.Dagskrá kynningarfundarins umrædda sem fram fer á morgun.„Athyglisvert er að engum fulltrúa Hafrannsóknastofnunar er boðið til þessa viðburðar. Þau sem sitja fyrir svörum eru öll á vegum sjókvíaeldisins með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal er Þorleifur Ágústsson sem tók þátt í að skipuleggja för atvinnuveganefndar Alþingis til Noregs á dögunum.“Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi. „Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.Jón Kaldal segir að skautað sé hjá því markvisst og meðvitað að Norðmenn noti ekki laxastofna frá öðrum löndum í sitt eldi en hér sé það varla rætt.Án þess að ræða þá staðreynd er umræða um norska áhættumatið vita tilgangslaus. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á þetta bann en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn. „(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.“ Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13