Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 18:08 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira