Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 08:15 Biden hefur fram að þessu verið talinn líklegur til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16