„Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna.
„Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“
„Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur.
Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.

Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi.
„Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær.
Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein.
„Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla.
Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.