Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 07:38 Kirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. AP/Kamil Zihnioglu Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019 Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56
Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53
Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40