Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2019 17:15 Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00