Verðandi forseti Úkraínu svarar boði Pútín um vegabréf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 14:27 Zelenskí er pólitískur nýgræðingur sem var fyrst og fremst þekktur sem gamanleikari. Vísir/EPA Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent