Segir það óvænt að virkjunarsinnar hafi mætt á fund Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 15:25 Kristinn H. Gunnarsson hefur tekið sæti í stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða en Jóna Benediktsdóttir boðaði til fundar hjá samtökunum í gær sem hafa ekki verið með virka starfsemi frá árinu 2011 eða þar um bil. Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin í gær þegar um 30 manns komu saman til fundar í Vestrahúsinu á Ísafirði. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem var stofnað árið 1979 og hefur verið virkt með hléum síðan þá. Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri á Suðureyri, boðaði til fundarins og var fundarstjóri. Hún segir að það hafi verið óvænt að sjá fulltrúa frá Vesturverki og ákveðna virkjunarsinna á fundinum í gær. Á meðal þeirra sem mætti og var kjörinn í stjórn er Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sem hefur eindregið stutt áform Vesturverks um Hvalárvirkjun. „Það mætti á þennan fund talsvert af fólki sem ekki hefur áður verið virkt í náttúruverndarumræðu og kannski vill það núna gera það. En það var óvænt að sjá fulltrúa frá Vesturverki og fólk sem eru mjög ákveðnir virkjunarsinnar en auðvitað eiga öll sjónarmið rétt á að heyrast,“ segir Jóna í samtali við Vísi.Málsvari náttúrunnar eða mannlíf í forgang? Hún segir að á fundinum hafi farið fram umræða um það hver tilgangur félagsins ætti að vera en ekki hafi verið einhugur um það á fundinum. „Það var ekki einhugur um það hvort að þetta félag ætti að einbeita sér að því að vera málsvari náttúrunnar og náttúruverndar eða hvort það ætti að setja mannlíf í meiri forgang. Það náðist ekki samkomulag um að leggja fram ályktun sem væri eindregin náttúruverndarályktun svo niðurstaðan var sú að stjórnin myndi boða til nýs aðalfundar eftir svona fjórar vikur og vera þá kannski með einhverjar lagabreytingatillögur og á þeim fundi yrði þá lögð fram einhver ályktun í nafni stjórnarinnar,“ segir Jóna en sjálf gaf hún ekki kost á sér í stjórnina. Stjórnin sjálf á eftir að skipta með sér verkum og liggur því til að mynda ekki fyrir hver verður formaður samtakanna.Ekki átök heldur ágreiningur Jóna segir að það hafi ekki verið átök á fundinum heldur ágreiningur. „Það var klár ágreiningur því fólk hefur ólíkan skilning á þessu. Það voru auðvitað sumar raddir háværari en aðrar en það er ekki endilega víst að þær séu meirihluta og það á bara eftir að koma í ljós. Það var alveg hópur sem var alls ekki viðbúinn því að umræða í náttúruverndarfélagi, félagi sem heitir náttúruverndarsamtök, myndi snúast um að setja afskipti mannsins í forgrunn,“ segir Jóna. Hún segir að ekki verið rætt um tiltekin mál í því samhengi, eins og til dæmis virkjanir eða laxeldi, heldur hafi verið rætt um þá grundvallarhugmynd til hvers félagið ætti að vera. Jóna nefnir að þær sem stóðu að því að endurvekja samtökin nú hafi talið það mikilvægt að vera með starfandi náttúruverndarsamtök fyrir allan fjórðunginn, ekki síst til þess að veita umsagnir um skipulagsmál, taka þátt í stefnumótun og öðru slíku. „Það er mikilvægt að vera með formlegan samráðsvettvang en í okkar huga sem stóðum að endurreisninni þá var það alveg klárt að það átti að vera á forsendum náttúrunnar,“ segir Jóna.Allir geta gerst félagar í samtökunum, sama hvar þeir búa Þrátt fyrir að þekkja ekki alla sem sitja í nýrri stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða kveðst Jóna telja að meirihlutinn sé skipaður fólki sem vilji taka eindregna afstöðu með náttúrunni og náttúruvernd en minnihlutinn sé hins vegar hávær. „Sem vill ekki taka eins og við segjum eindregna afstöðu með náttúru og náttúruvernd og hefur áður birt skoðanir sem styðja hluti sem margir náttúruverndarsinnar eru á móti.“ Eitt af því sem Jóna telur að ný stjórn muni skoða eru þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að mega vera félagi í samtökunum. Eins og lög þess eru núna geta allir gengið í samtökin, sama hvar þeir hafa lögheimili, en til umræðu var á fundinum í gær að setja það skilyrði að félagsmenn verði að hafa lögheimili á Vestfjörðum.„Að nýta kosti landsins er ekki andstæða við náttúruvernd“ Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarmaður í nýrri stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða, tekur undir það með Jónu að það hafi ekki verið átök á fundinum heldur skoðanaskipti. Hann vill þó meina að á fundinum hafi meirihluti fólks verið á sömu línu og hann, það er að landnýting og náttúruvernd séu ekki andstæður og að það væri mikið slys ef samtökin tækju þá stefnu að leggjast gegn því að nýta náttúruna og auðlindirnar manninum til gagns. „Lífskjör á Íslandi væru ekki eins og þau eru ef landið hefði verið látið ósnortið og öll víðerni væru enn í dag eins og þau voru þegar maðurinn kom að þeim. Þá væri lítið um byggð í Reykjavík, fáar virkjanir í Þjórsá og svo framvegis. Þannig að það að nýta kosti landsins er ekki andstæða við náttúruvernd. Náttúruverndin er til þess að vinna að því að landnýtingin verði sem skynsamlegust út frá hagsmunum manna og náttúru. Það er sjónarmið sem ég tel vera að baki náttúruvernd og er ekki sammála þeim sem stilla dæminu upp sem andstæðum,“ segir Kristinn í samtali við Vísi og bætir við að það línuna hjá ýmsum um þessar mundir, til dæmis Landvernd sem hann vill meina að amist eiginlega við öllu sem gerist utan höfuðborgarsvæðisins.Telur marga Vestfirðinga á þeirri skoðun að náttúruvernd verði að taka tillit til mannsins „Ég segi bara um það að Vestfirðir verða ekki þjóðgarður fyrir höfuðborgarsvæðið. Við ætlum að nýta okkar landkosti, bæði til lands og sjávar, okkur til hagsbóta og þjóðinni líka. Það þýðir að við ætlum að virkja og rækta lax og leggja veg um Teigsskóg. Það er ekki andstæða við náttúruvernd en við viljum gera þetta vel þannig að við spillum sem minnst og allir geti verið sáttir við framkvæmdina.“ Kristinn segist vilja vinna að því að gætt sé að náttúrunni en líka manninum og telur marga Vestfirðinga á þeirri skoðun að náttúruvernd verði að taka tillit til mannsins og þarfa hans. „Maðurinn er hluti af náttúrunni. Við Vestfirðingar erum hluti af náttúrunni og það væri mikið slys ef samtök tækju þá stefnu að leggjast gegn því að nýta náttúruna og auðlindir manninum til gagns. Við Vestfirðingar verðum að fá að nýta okkar kosti til lands og sjávar og við teljum að við séum hluti af náttúrunni. Það er útgangspunkturinn og þetta er að sumu leyti átakalínan í náttúruvernd og ég hugsa að margir af þeim sem voru á fundinum í gær eru mér mjög sammála um þessar áherslur.“Næsta skref að ræða saman Kristinn segir næsta skref innan samtakanna að ræða saman þar sem tvö mismunandi sjónarmið um áherslur þeirra hafi komið fram á fundinum í gær. Hann segir að það geti svo komið í ljós þegar menn fari að ræða saman sjónarmiðin séu ekki eins ólík og talið sé í fyrstu. „Við eigum ekki að neita okkur um tækifæri að reyna að verða sammála ef við getum það,“ segir Kristinn. Stjórn félagsins hafi nú það hlutverk að móta tillögur að lagabreytingum félagsins og haldi síðan aðalfund í framhaldinu. Segir Kristinn betra að hann verði haldinn fyrr en seinna. Aðspurður hvort hann telji það jákvætt að Náttúruverndarsamtök Vestfjarða hafi verið endurvakin segist Kristinn telja það mjög jákvætt. Samtökin verði að láta rödd sína heyrast, til að mynda gagnvart höfuðborgarsvæðinu og stjórnsýslunni, enda séu náttúruverndarsamtök umsagnaraðilar þegar verið sé að móta lög og reglur. Þá skipti röddin heima úr héraði máli. „Það er mikil þörf á náttúruverndarsamtökum og að þau haldi því á lofti að góð umgengni við náttúruna er vel framkvæmanleg jafnvel þótt þurfi að huga að þörfum fólksins sem býr á svæðinu,“ segir Kristinn. Deilur um Hvalárvirkjun Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin í gær þegar um 30 manns komu saman til fundar í Vestrahúsinu á Ísafirði. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem var stofnað árið 1979 og hefur verið virkt með hléum síðan þá. Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri á Suðureyri, boðaði til fundarins og var fundarstjóri. Hún segir að það hafi verið óvænt að sjá fulltrúa frá Vesturverki og ákveðna virkjunarsinna á fundinum í gær. Á meðal þeirra sem mætti og var kjörinn í stjórn er Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sem hefur eindregið stutt áform Vesturverks um Hvalárvirkjun. „Það mætti á þennan fund talsvert af fólki sem ekki hefur áður verið virkt í náttúruverndarumræðu og kannski vill það núna gera það. En það var óvænt að sjá fulltrúa frá Vesturverki og fólk sem eru mjög ákveðnir virkjunarsinnar en auðvitað eiga öll sjónarmið rétt á að heyrast,“ segir Jóna í samtali við Vísi.Málsvari náttúrunnar eða mannlíf í forgang? Hún segir að á fundinum hafi farið fram umræða um það hver tilgangur félagsins ætti að vera en ekki hafi verið einhugur um það á fundinum. „Það var ekki einhugur um það hvort að þetta félag ætti að einbeita sér að því að vera málsvari náttúrunnar og náttúruverndar eða hvort það ætti að setja mannlíf í meiri forgang. Það náðist ekki samkomulag um að leggja fram ályktun sem væri eindregin náttúruverndarályktun svo niðurstaðan var sú að stjórnin myndi boða til nýs aðalfundar eftir svona fjórar vikur og vera þá kannski með einhverjar lagabreytingatillögur og á þeim fundi yrði þá lögð fram einhver ályktun í nafni stjórnarinnar,“ segir Jóna en sjálf gaf hún ekki kost á sér í stjórnina. Stjórnin sjálf á eftir að skipta með sér verkum og liggur því til að mynda ekki fyrir hver verður formaður samtakanna.Ekki átök heldur ágreiningur Jóna segir að það hafi ekki verið átök á fundinum heldur ágreiningur. „Það var klár ágreiningur því fólk hefur ólíkan skilning á þessu. Það voru auðvitað sumar raddir háværari en aðrar en það er ekki endilega víst að þær séu meirihluta og það á bara eftir að koma í ljós. Það var alveg hópur sem var alls ekki viðbúinn því að umræða í náttúruverndarfélagi, félagi sem heitir náttúruverndarsamtök, myndi snúast um að setja afskipti mannsins í forgrunn,“ segir Jóna. Hún segir að ekki verið rætt um tiltekin mál í því samhengi, eins og til dæmis virkjanir eða laxeldi, heldur hafi verið rætt um þá grundvallarhugmynd til hvers félagið ætti að vera. Jóna nefnir að þær sem stóðu að því að endurvekja samtökin nú hafi talið það mikilvægt að vera með starfandi náttúruverndarsamtök fyrir allan fjórðunginn, ekki síst til þess að veita umsagnir um skipulagsmál, taka þátt í stefnumótun og öðru slíku. „Það er mikilvægt að vera með formlegan samráðsvettvang en í okkar huga sem stóðum að endurreisninni þá var það alveg klárt að það átti að vera á forsendum náttúrunnar,“ segir Jóna.Allir geta gerst félagar í samtökunum, sama hvar þeir búa Þrátt fyrir að þekkja ekki alla sem sitja í nýrri stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða kveðst Jóna telja að meirihlutinn sé skipaður fólki sem vilji taka eindregna afstöðu með náttúrunni og náttúruvernd en minnihlutinn sé hins vegar hávær. „Sem vill ekki taka eins og við segjum eindregna afstöðu með náttúru og náttúruvernd og hefur áður birt skoðanir sem styðja hluti sem margir náttúruverndarsinnar eru á móti.“ Eitt af því sem Jóna telur að ný stjórn muni skoða eru þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að mega vera félagi í samtökunum. Eins og lög þess eru núna geta allir gengið í samtökin, sama hvar þeir hafa lögheimili, en til umræðu var á fundinum í gær að setja það skilyrði að félagsmenn verði að hafa lögheimili á Vestfjörðum.„Að nýta kosti landsins er ekki andstæða við náttúruvernd“ Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarmaður í nýrri stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða, tekur undir það með Jónu að það hafi ekki verið átök á fundinum heldur skoðanaskipti. Hann vill þó meina að á fundinum hafi meirihluti fólks verið á sömu línu og hann, það er að landnýting og náttúruvernd séu ekki andstæður og að það væri mikið slys ef samtökin tækju þá stefnu að leggjast gegn því að nýta náttúruna og auðlindirnar manninum til gagns. „Lífskjör á Íslandi væru ekki eins og þau eru ef landið hefði verið látið ósnortið og öll víðerni væru enn í dag eins og þau voru þegar maðurinn kom að þeim. Þá væri lítið um byggð í Reykjavík, fáar virkjanir í Þjórsá og svo framvegis. Þannig að það að nýta kosti landsins er ekki andstæða við náttúruvernd. Náttúruverndin er til þess að vinna að því að landnýtingin verði sem skynsamlegust út frá hagsmunum manna og náttúru. Það er sjónarmið sem ég tel vera að baki náttúruvernd og er ekki sammála þeim sem stilla dæminu upp sem andstæðum,“ segir Kristinn í samtali við Vísi og bætir við að það línuna hjá ýmsum um þessar mundir, til dæmis Landvernd sem hann vill meina að amist eiginlega við öllu sem gerist utan höfuðborgarsvæðisins.Telur marga Vestfirðinga á þeirri skoðun að náttúruvernd verði að taka tillit til mannsins „Ég segi bara um það að Vestfirðir verða ekki þjóðgarður fyrir höfuðborgarsvæðið. Við ætlum að nýta okkar landkosti, bæði til lands og sjávar, okkur til hagsbóta og þjóðinni líka. Það þýðir að við ætlum að virkja og rækta lax og leggja veg um Teigsskóg. Það er ekki andstæða við náttúruvernd en við viljum gera þetta vel þannig að við spillum sem minnst og allir geti verið sáttir við framkvæmdina.“ Kristinn segist vilja vinna að því að gætt sé að náttúrunni en líka manninum og telur marga Vestfirðinga á þeirri skoðun að náttúruvernd verði að taka tillit til mannsins og þarfa hans. „Maðurinn er hluti af náttúrunni. Við Vestfirðingar erum hluti af náttúrunni og það væri mikið slys ef samtök tækju þá stefnu að leggjast gegn því að nýta náttúruna og auðlindir manninum til gagns. Við Vestfirðingar verðum að fá að nýta okkar kosti til lands og sjávar og við teljum að við séum hluti af náttúrunni. Það er útgangspunkturinn og þetta er að sumu leyti átakalínan í náttúruvernd og ég hugsa að margir af þeim sem voru á fundinum í gær eru mér mjög sammála um þessar áherslur.“Næsta skref að ræða saman Kristinn segir næsta skref innan samtakanna að ræða saman þar sem tvö mismunandi sjónarmið um áherslur þeirra hafi komið fram á fundinum í gær. Hann segir að það geti svo komið í ljós þegar menn fari að ræða saman sjónarmiðin séu ekki eins ólík og talið sé í fyrstu. „Við eigum ekki að neita okkur um tækifæri að reyna að verða sammála ef við getum það,“ segir Kristinn. Stjórn félagsins hafi nú það hlutverk að móta tillögur að lagabreytingum félagsins og haldi síðan aðalfund í framhaldinu. Segir Kristinn betra að hann verði haldinn fyrr en seinna. Aðspurður hvort hann telji það jákvætt að Náttúruverndarsamtök Vestfjarða hafi verið endurvakin segist Kristinn telja það mjög jákvætt. Samtökin verði að láta rödd sína heyrast, til að mynda gagnvart höfuðborgarsvæðinu og stjórnsýslunni, enda séu náttúruverndarsamtök umsagnaraðilar þegar verið sé að móta lög og reglur. Þá skipti röddin heima úr héraði máli. „Það er mikil þörf á náttúruverndarsamtökum og að þau haldi því á lofti að góð umgengni við náttúruna er vel framkvæmanleg jafnvel þótt þurfi að huga að þörfum fólksins sem býr á svæðinu,“ segir Kristinn.
Deilur um Hvalárvirkjun Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira