Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 15:25 Höfuðstöðvar Bernhard í Vatnagörðum í Reykjavík. Já.is Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna. Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna.
Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira