Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:51 Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi. Umferðaröryggi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi.
Umferðaröryggi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira