Innflutningur blóma mengandi og óþarfur Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. maí 2019 08:00 Árlega eru flutt 300 þúsund afskorin blóm til landsins. vísir/getty Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira