Innflutningur blóma mengandi og óþarfur Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. maí 2019 08:00 Árlega eru flutt 300 þúsund afskorin blóm til landsins. vísir/getty Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira