Annast strætóferðir en hafa ekki rekstrarleyfi Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 07:15 Árið 2013 sömdu Hópferðabílar Akureyrar við Eyþing um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Fréttablaðið/Pjetur Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira