Skólameistara MA og lögreglu greinir á um leyfi fyrir malarflutningavögnunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2019 20:48 Menntaskólinn á Akureyri. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30
Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45