Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 12:00 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti