Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2019 17:15 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt starfsáætlun átti þingstörfum að ljúka um miðja næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis ákvað hins vegar á fundi sínum í gær að víkja starfsáætlun til hliðar. Verða þingfundir nú boðaðir jafnóðum og munu þingstörfin því dragast inn í sumarið. Forseti Alþingis upplýsti við upphaf þingfundar í dag að síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í hundrað klukkutíma. Af því hefðu þingmenn Miðflokksins talað í meira en níutíu klukkutíma. Þingfundurinn í dag er sá áttundi sem er helgaður síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og hafa eingöngu þingmenn Miðflokksins verið á mælendaskrá síðan umræðan hófst í dag. Í 71. gr. þingskaparlaga er heimild til að stöðva umræðu og þarf þá sérstaka atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði meirihluta ræður. Forseti Alþingis getur gert slíka tillögu og þá geta níu þingmenn einnig krafist þess. Þessu ákvæði og forverum þess hefur hins vegar ekki verið beitt í hálfa öld. „Menn hafa verið mjög tregir til þess að fara út í það að virkja þetta ákvæði og gefa það fordæmi. Þess vegna er verið að skora á menn að leysa þetta sjálfir með því að láta af ræðuhöldunum og það hef ég gert undanfarna daga enn sem komið er án nokkurs árangurs,“ segir Steingrímur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Steingrímur segir að þegar níutíu klukkustundir hafa ekki dugað einum þingflokki til að koma afstöðu sinni á framfæri þá sé eitthvað óvenjulegt á ferðinni. Ástandið á Alþingi sé dapurlegt og afbrigðilegur svipur á þingstörfunum um þessar mundir. Sjá má viðtal við Steingrím í myndskeiði hér fyrir neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira