Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 14:27 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53