Ellefu ára veru LeBron í úrvalsliði NBA lokið en hann náði samt Kobe, Kareem og Duncan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 14:30 LeBron James var óvenju mikið frá vegna meiðsla í vetur og Lakers liðið hrundi á meðan. Getty/Allen Berezovsky LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil. NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil.
NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti