Stálu brúnkuklútum, kjötfjalli og sælgæti Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:21 Brúnkuklútaþjófnaðurinn átti sér stað í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira