Strákur með tveggja og hálfs metra faðm í boði í nýliðavali NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 13:30 Tacko Fall (númer 24) í baráttunni um frákast við Zion Williamson í úrslitakeppni háskólakörfuboltans í mars. Getty/Lance King Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar. NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Það efast enginn um það að Zion Williamson verði valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hvaða lið ætlar að veðja á sögulega stóran miðherja frá Senegal. Tacko Fall er nafn sem körfuboltaáhugafólk á eftir að heyra meira af í sumar en hann kemur úr University of Central Florida. Miðherjinn vakti langmesta athygli um helgina þegar mest spennandi leikmenn nýliðvals NBA-deildarinnar í ár voru mældir í bak og fyrir á sérstakri samkomu efnilegustu leikmannanna. Það var heldur ekki af ástæðulausu enda setti Tacko Fall nokkur met í þessum mælingunum. Tacko Fall er enginn meðalmaður svo mikið er víst. Hann mældist 231 sentimetri á hæð sem er það hæsta í sögu mælinga á leikmönnum á leið inn í NBA-deildina. Þar með er ekki öll sagan sögð því Tacko Fall er með 249 sentimetra faðm og hann getur teygt sig upp í 310 sentimetra hæð. Karfan er í 305 sentimetrum. Tacko Fall þarf því ekki að hoppa til þess að troða í körfuna. Tacko Fall er stærri en Boban Marjanović sem hefur vakið mikla eftirtekt í NBA-deildinni síðustu tímabil vegna stærðar sinnar.Tacko Fall set record-breaking NBA Draft Combine numbers. He's bigger than Boban pic.twitter.com/SxD9nbYI06 — ESPN (@espn) May 19, 2019Fram að þessari mælingu á Tacko Fall um helgina þá hafði Mo Bamba, miðherji Orlando Magic, átt stærsta faðminn en hann mældist 239 sentimetrar árið 2018. Faðmur Tacko Fall er 249 sentimetrar. Mo Bamba var síðan valinn númer sex í nýliðavalinu 2018. Bamba var með 6,2 stig, 5,0 fráköst og 1,4 varin skot á 16,3 mínútum í leik á sínu fyrsta tímabili með Orlanfo Magic. Tacko Fall var með 11,0 stig, 7,7 fráköst og 2,6 varin skot á 24,9 mínútum í leik í háskólaboltanum í vetur. Hann nýtt 75 prósent skota sinna. Tacko Fall hafði vakið athygli fyrr í vetur fyrir það hversu vel hann stóð sig á móti Zion Williamson í úrslitakeppni háskólaboltans. Nú verður fróðlegt að sjá hvaða lið velur Tacko Fall í nýliðavalinu í sumar.
NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira