Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 20:46 Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. Vísir/Jóhann K Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi með kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins, sem er með málið til skoðunar, vegna óánægju með rekstur ríkislögreglustjóra á lögreglubílum. Félagið vill að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði alfarið lögð niður.Heimildir RÚV herma að lögreglustjórar landsins ætli að funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins á föstudag og að mikil óánægja sé innan lögreglunnar með rekstur bílamiðstöðvarinnar. Sum lögregluembættin hafi farið þá leið að taka bíla á leigu sem hafi reynst ódýrara en að leigja af bílamiðstöðinni. Fyrirkomulagið í núverandi mynd er þannig að ríkislögreglustjóri rekur bílamiðstöð lögreglunnar og lögregluembættin leigja lögreglubílana af ríkislögreglustjóra. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér tilkynningu í kjölfar félagsfundar um málið. Þar segir að mikilvægt sé að sérsveitin verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir. Lögreglufélagið beinir þeim tilmælum til Landssambands lögreglumanna að „standa í lappirnar, lögreglumönnum til heilla í þeim málum er varðar ríkislögreglustjóra“.Lögreglufélagið vill að Landsamband lögreglumanna standi í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra.Vísir/Jóhann KÍ tilkynningunni er minnt á að á landsþingi Landssambands lögreglumanna árið 2014 hefðu þrjár ályktanir verið samþykktar sem allar beindust gegn störfum ríkislögreglustjóra. „Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað. Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé“. Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. Lögreglan Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56 Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi með kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins, sem er með málið til skoðunar, vegna óánægju með rekstur ríkislögreglustjóra á lögreglubílum. Félagið vill að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði alfarið lögð niður.Heimildir RÚV herma að lögreglustjórar landsins ætli að funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins á föstudag og að mikil óánægja sé innan lögreglunnar með rekstur bílamiðstöðvarinnar. Sum lögregluembættin hafi farið þá leið að taka bíla á leigu sem hafi reynst ódýrara en að leigja af bílamiðstöðinni. Fyrirkomulagið í núverandi mynd er þannig að ríkislögreglustjóri rekur bílamiðstöð lögreglunnar og lögregluembættin leigja lögreglubílana af ríkislögreglustjóra. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér tilkynningu í kjölfar félagsfundar um málið. Þar segir að mikilvægt sé að sérsveitin verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir. Lögreglufélagið beinir þeim tilmælum til Landssambands lögreglumanna að „standa í lappirnar, lögreglumönnum til heilla í þeim málum er varðar ríkislögreglustjóra“.Lögreglufélagið vill að Landsamband lögreglumanna standi í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra.Vísir/Jóhann KÍ tilkynningunni er minnt á að á landsþingi Landssambands lögreglumanna árið 2014 hefðu þrjár ályktanir verið samþykktar sem allar beindust gegn störfum ríkislögreglustjóra. „Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað. Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé“. Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.
Lögreglan Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56 Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56
Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15