Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2019 04:00 Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Vísir/Vilhelm Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira