Meig blóði eftir bardaga | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2019 22:45 Loughnane í sínum eina UFC-bardaga árið 2012. Það gengur illa hjá honum að komast aftur að hjá UFC. vísir/getty Bretinn Brendan Loughnane skildi allt eftir í búrinu í gær. Þá var hann að berjast í bardagaþætti Dana White, forseta UFC. Loughnane er vinsæll í heimalandinu og fékk stuðning frá Marcus Rashford, Jesse Lingard og Tyson Fury fyrir bardagann en hann er frá Manchester. Bardagi hans og Bill Algeo var mjög harður en Loughnane vann á dómaraúrskurði. Í þessum þáttum White, Tuesday Contender Series, eru menn að berjast fyrir því að fá samning hjá UFC. Loughnane þótti standa sig geysilega vel en fékk samt ekki samning hjá bardagasambandinu. Það fannst mörgum afar skrítið. Þó bardaginn hafi verið skemmtilegur þá fór það gríðarlega í taugarnar á forseta UFC að Bretinn skildi hafa farið í fellu er tíu sekúndur voru eftir af bardaganum. Sú ákvörðun felldi Loughnane. „Brendan var góður gegn mjög sterkum andstæðingi. Ég gef honum það. Ég skal samt segja þér hvað menn gera ekki í þessum þætti. Það er að berjast flottan bardaga og ætla svo að enda á fellu með 10 sekúndur eftir. Við erum að leita að drápsmönnum hérna og menn verða að klára bardagann almennilega,“ sagði White. Bretinn var skiljanlega pirraður og sýndi það á Instagram eftir bardagann hversu miklu hann hefði fórnað. Svo miklu að hann hefði migið blóði eftir bardagann. Það þarf greinilega meira til að fá samning hjá Dana.Brendan Loughnane was urinating blood after his win last night on Contender Series. (Video courtesy of his IG: https://t.co/asJIhW369U. H/t @mma_kings) pic.twitter.com/7naeuP4IWQ — Ariel Helwani (@arielhelwani) June 19, 2019 MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Bretinn Brendan Loughnane skildi allt eftir í búrinu í gær. Þá var hann að berjast í bardagaþætti Dana White, forseta UFC. Loughnane er vinsæll í heimalandinu og fékk stuðning frá Marcus Rashford, Jesse Lingard og Tyson Fury fyrir bardagann en hann er frá Manchester. Bardagi hans og Bill Algeo var mjög harður en Loughnane vann á dómaraúrskurði. Í þessum þáttum White, Tuesday Contender Series, eru menn að berjast fyrir því að fá samning hjá UFC. Loughnane þótti standa sig geysilega vel en fékk samt ekki samning hjá bardagasambandinu. Það fannst mörgum afar skrítið. Þó bardaginn hafi verið skemmtilegur þá fór það gríðarlega í taugarnar á forseta UFC að Bretinn skildi hafa farið í fellu er tíu sekúndur voru eftir af bardaganum. Sú ákvörðun felldi Loughnane. „Brendan var góður gegn mjög sterkum andstæðingi. Ég gef honum það. Ég skal samt segja þér hvað menn gera ekki í þessum þætti. Það er að berjast flottan bardaga og ætla svo að enda á fellu með 10 sekúndur eftir. Við erum að leita að drápsmönnum hérna og menn verða að klára bardagann almennilega,“ sagði White. Bretinn var skiljanlega pirraður og sýndi það á Instagram eftir bardagann hversu miklu hann hefði fórnað. Svo miklu að hann hefði migið blóði eftir bardagann. Það þarf greinilega meira til að fá samning hjá Dana.Brendan Loughnane was urinating blood after his win last night on Contender Series. (Video courtesy of his IG: https://t.co/asJIhW369U. H/t @mma_kings) pic.twitter.com/7naeuP4IWQ — Ariel Helwani (@arielhelwani) June 19, 2019
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira