Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 10:50 Nýju Airbus A320neo-þotur Atlantic Airways munu líta svona út. Teikning/Airbus. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Samningarnir voru undirritaðir á flugsýningunni á Le Bourget-flugvelli í París síðdegis í gær. Kaupverð er trúnaðarmál en fyrir færeyskt efnahagslíf, sem er um einn sjöundi af stærð þess íslenska, eru þessir samningar álíka stórir og kaupsamningar Icelandair um Boeing 737 MAX-vélarnar árið 2012. Nýju þoturnar bætast við flota þriggja Airbus-þota Atlantic Airways af A320-línunni. Sú fyrri verður afhent síðla árs 2023 en sú seinni á fyrri hluta árs 2024.Frá undirritun kaupsamninganna í París í gær. Frá vinstri eru Christopher Buckley, aðstoðarforstjóri Airbus, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, og Niels Mortensen, stjórnarformaður Atlantic Airways.Airbus/S.Ramadier.Færeyska flugfélagið hefur rekið Airbus þotur frá árinu 2008, framan af eingöngu af stystu gerðinni, A319 með 144 sætum, en hefur síðan verið að færa sig yfir í milligerðina, A320 með 174 sætum. Vegna þess ákváðu Færeyingar að flytja flugið frá Reykjavíkurflugvelli yfir til Keflavíkur síðastliðið haust þar sem flugstöðin í Reykjavík þótti ekki lengur bjóðandi svo miklum farþegafjölda. Sjá hér: Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar. Ráðamenn Atlantic Airways segja þotukaupin lið í að mæta vaxandi straumi ferðamanna til Færeyja. A319 þoturnar séu orðnar of litlar. Ennfremur sé ætlunin að fjölga ferðum og áfangastöðum. Þeir segja nýju vélarnar mun umhverfisvænni en eldri gerðir. Þær eyði 20 prósent minna eldsneyti og hávaðinn minnki um helming. Hér má sjá þegar Færeyingar kvöddu Reykjavík síðastliðið haust: Airbus Fréttir af flugi Færeyjar Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Fljúga beint milli Færeyja og New York Flogið verður til New York í nýjum 180-sæta Airbus 320-vélum sem flugfélagið fær á næsta ári. 17. desember 2018 10:22 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Samningarnir voru undirritaðir á flugsýningunni á Le Bourget-flugvelli í París síðdegis í gær. Kaupverð er trúnaðarmál en fyrir færeyskt efnahagslíf, sem er um einn sjöundi af stærð þess íslenska, eru þessir samningar álíka stórir og kaupsamningar Icelandair um Boeing 737 MAX-vélarnar árið 2012. Nýju þoturnar bætast við flota þriggja Airbus-þota Atlantic Airways af A320-línunni. Sú fyrri verður afhent síðla árs 2023 en sú seinni á fyrri hluta árs 2024.Frá undirritun kaupsamninganna í París í gær. Frá vinstri eru Christopher Buckley, aðstoðarforstjóri Airbus, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, og Niels Mortensen, stjórnarformaður Atlantic Airways.Airbus/S.Ramadier.Færeyska flugfélagið hefur rekið Airbus þotur frá árinu 2008, framan af eingöngu af stystu gerðinni, A319 með 144 sætum, en hefur síðan verið að færa sig yfir í milligerðina, A320 með 174 sætum. Vegna þess ákváðu Færeyingar að flytja flugið frá Reykjavíkurflugvelli yfir til Keflavíkur síðastliðið haust þar sem flugstöðin í Reykjavík þótti ekki lengur bjóðandi svo miklum farþegafjölda. Sjá hér: Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar. Ráðamenn Atlantic Airways segja þotukaupin lið í að mæta vaxandi straumi ferðamanna til Færeyja. A319 þoturnar séu orðnar of litlar. Ennfremur sé ætlunin að fjölga ferðum og áfangastöðum. Þeir segja nýju vélarnar mun umhverfisvænni en eldri gerðir. Þær eyði 20 prósent minna eldsneyti og hávaðinn minnki um helming. Hér má sjá þegar Færeyingar kvöddu Reykjavík síðastliðið haust:
Airbus Fréttir af flugi Færeyjar Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Fljúga beint milli Færeyja og New York Flogið verður til New York í nýjum 180-sæta Airbus 320-vélum sem flugfélagið fær á næsta ári. 17. desember 2018 10:22 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Fljúga beint milli Færeyja og New York Flogið verður til New York í nýjum 180-sæta Airbus 320-vélum sem flugfélagið fær á næsta ári. 17. desember 2018 10:22
Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30
Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26. október 2018 21:15