Sara Netanjahú játaði að hafa misnotað ríkisfé Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 12:13 Sara Netanjahú hefur verið gift forsætisráðherranum í 28 ár. Vísir/Getty Sara Netanjahú, eiginkona Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels, játaði aðild sína í spillingarmáli í dómsal í dag. Málið snýst um misnotkun á ríkisfé sem hún notaði til þess að greiða fyrir máltíðir. Reuters greinir frá. Eiginkona forsætisráðherrans er sögð hafa notað meira en hundrað þúsund Bandaríkjadala í máltíðir en það samsvarar hátt í þrettán milljónum íslenskra króna. Játaði hún brot sín skýlaust fyrir dómi í skiptum fyrir vægari refsingu. Sara Netanjahú mun ekki þurfa að afplána fangelsisdóm vegna málsins en í staðinn greiðir hún um fimmtán þúsund Bandaríkjadali í sekt. Þetta var hluti af samkomulagi sem var gert við saksóknara í málinu. Dómarinn spurði hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað hún væri að játa þegar dómur var kveðinn upp í dag og svaraði hún játandi. Hún hafði einnig verið sökuð um alvarlegri svik en þau mál voru látin niður falla í skiptum fyrir játninguna. Ríkissaksóknari í Ísrael hefur gefið það út að hann muni leggja fram ákæru á hendur Benjamín Netanjahú fyrir mútur og skjalasvik en það mál verður tekið fyrir í október, aðeins tveimur vikum eftir kosningar í landinu sem boðað var til eftir að Netanjahú náði ekki að mynda nýja ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Boðað til nýrra kosninga í Ísrael Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. 29. maí 2019 21:29 Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Sara Netanjahú, eiginkona Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels, játaði aðild sína í spillingarmáli í dómsal í dag. Málið snýst um misnotkun á ríkisfé sem hún notaði til þess að greiða fyrir máltíðir. Reuters greinir frá. Eiginkona forsætisráðherrans er sögð hafa notað meira en hundrað þúsund Bandaríkjadala í máltíðir en það samsvarar hátt í þrettán milljónum íslenskra króna. Játaði hún brot sín skýlaust fyrir dómi í skiptum fyrir vægari refsingu. Sara Netanjahú mun ekki þurfa að afplána fangelsisdóm vegna málsins en í staðinn greiðir hún um fimmtán þúsund Bandaríkjadali í sekt. Þetta var hluti af samkomulagi sem var gert við saksóknara í málinu. Dómarinn spurði hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað hún væri að játa þegar dómur var kveðinn upp í dag og svaraði hún játandi. Hún hafði einnig verið sökuð um alvarlegri svik en þau mál voru látin niður falla í skiptum fyrir játninguna. Ríkissaksóknari í Ísrael hefur gefið það út að hann muni leggja fram ákæru á hendur Benjamín Netanjahú fyrir mútur og skjalasvik en það mál verður tekið fyrir í október, aðeins tveimur vikum eftir kosningar í landinu sem boðað var til eftir að Netanjahú náði ekki að mynda nýja ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Boðað til nýrra kosninga í Ísrael Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. 29. maí 2019 21:29 Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Boðað til nýrra kosninga í Ísrael Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. 29. maí 2019 21:29
Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43