Alexis Sanchez og félagar í landsliði Síle unnu Japani örugglega í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í nótt.
Síle er ríkjandi meistari og byrjaði titilvörnina af krafti gegn gestaliði Japan.
Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks þegar miðjumaðurinn Erick Pulgar skallaði boltanum í netið og tryggði Síle forystuna í hálfleik.
Á 54. mínútu skoraði Eduardo Vargas annað mark Síle og nú hefur hann skorað í fjórum lokakeppnum stórmóta í röð fyrir Síle.
Manchester United maðurinn Sanchez skoraði á 82. mínútu og lagði upp annað mark Vargas aðeins mínútu síðar. Þetta var fyrsta fótboltamarkið sem Sanchez skorar eftir fimm mánaða markaþurrð.
Lokatölur uruð 4-0 og sigur Síle öruggur gegn ungu liði Japan.
