VAR tók tvö mörk af Perú Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 21:15 Það var hart barist í kvöld vísir/getty Venesúela og Perú gerðu markalaust jafntefli í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í fótbolta í kvöld. Christofer Gonzales kom boltanum í netið fyrir Perú strax á sjöundu mínútu en eftir myndbandsdómgæslu var markið dæmt af vegna rangstöðu. Perú var ekki hætt að setja boltann í netið því á 64. mínútu var aftur mark dæmt af vegna rangstöðu, aftur með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Á 75. mínútu fékk Luis Mago sitt annað gula spjald og var sendur í sturtu. Venesúela spilaði því síðasta korterið manni færri. Mörkin tvö voru tvö af örfáum markverðum atvikum í annars bragðdaufum leik. Liðin eru bæði komin með stig í riðlinum, Brasilía situr á toppnum með þrjú stig en Bólivía á botninum án stiga. Copa América Fótbolti
Venesúela og Perú gerðu markalaust jafntefli í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í fótbolta í kvöld. Christofer Gonzales kom boltanum í netið fyrir Perú strax á sjöundu mínútu en eftir myndbandsdómgæslu var markið dæmt af vegna rangstöðu. Perú var ekki hætt að setja boltann í netið því á 64. mínútu var aftur mark dæmt af vegna rangstöðu, aftur með hjálp myndbandsdómgæslunnar. Á 75. mínútu fékk Luis Mago sitt annað gula spjald og var sendur í sturtu. Venesúela spilaði því síðasta korterið manni færri. Mörkin tvö voru tvö af örfáum markverðum atvikum í annars bragðdaufum leik. Liðin eru bæði komin með stig í riðlinum, Brasilía situr á toppnum með þrjú stig en Bólivía á botninum án stiga.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti