Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 08:14 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Tyrklands hefur brugðist illa við eftir að fregnir bárust af óánægju liðsmanna karlalandsliðs Tyrklands í fótbolta með eftirlitið sem þeir þurftu að undirgangast á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu til landsins í gær. Greint er frá þessu á tyrkneska miðlinum Daily Sabah þar sem farið er yfir málið. Tyrkneska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM í fótbolta.Daily Sabah hefur eftir framherja tyrkneska liðsins, Burak Yilmaz, að starfsmenn Keflavíkurflugvallar hefðu látið hann og liðsfélaga hans bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið. Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.Skjáskot af vef Daily SabahÞegar þeir voru komnir í gegnum eftirlitið beið þeirra hópur tyrkneskra fjölmiðlamanna sem vildu fá að ræða við þá en á meðal þeirra var ungur maður sem þóttist vera fjölmiðlamaður með því að rétta þvottabursta í andlitið á Emre Belözoğlu, fyrirliða tyrkneska liðsins. „Það sem gerðist hér er dónaskapur. Við höfum beðið í þrjá klukkutíma. Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ er haft eftir Burak Yilmaz á Daily Sabah. Miðillinn hefur eftir Belözoğlu að liðsmenn hafi þurft að fara í gegnum ítarlega leit að óþörfu og bætti við að hann vonaðist til að yfirvöld á Íslandi myndu útskýra ástæðuna að baki þessari raun. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, segir þessa meðferð tyrkneska liðsins óásættanlega þegar kemur að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Milli Takımımızın İzlanda havaalanında maruz kaldığı muamele diplomatik teamüller bakımından da insani bakımdan da kabul edilemez. Gereğini yapacağımızdan milletimizin şüphesi olmasın. @TFF_Org @MilliTakimlar— Mevlüt Çavuşoğlu (@MevlutCavusoglu) June 10, 2019 Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrklands hefur brugðist illa við eftir að fregnir bárust af óánægju liðsmanna karlalandsliðs Tyrklands í fótbolta með eftirlitið sem þeir þurftu að undirgangast á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu til landsins í gær. Greint er frá þessu á tyrkneska miðlinum Daily Sabah þar sem farið er yfir málið. Tyrkneska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM í fótbolta.Daily Sabah hefur eftir framherja tyrkneska liðsins, Burak Yilmaz, að starfsmenn Keflavíkurflugvallar hefðu látið hann og liðsfélaga hans bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið. Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.Skjáskot af vef Daily SabahÞegar þeir voru komnir í gegnum eftirlitið beið þeirra hópur tyrkneskra fjölmiðlamanna sem vildu fá að ræða við þá en á meðal þeirra var ungur maður sem þóttist vera fjölmiðlamaður með því að rétta þvottabursta í andlitið á Emre Belözoğlu, fyrirliða tyrkneska liðsins. „Það sem gerðist hér er dónaskapur. Við höfum beðið í þrjá klukkutíma. Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ er haft eftir Burak Yilmaz á Daily Sabah. Miðillinn hefur eftir Belözoğlu að liðsmenn hafi þurft að fara í gegnum ítarlega leit að óþörfu og bætti við að hann vonaðist til að yfirvöld á Íslandi myndu útskýra ástæðuna að baki þessari raun. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, segir þessa meðferð tyrkneska liðsins óásættanlega þegar kemur að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Milli Takımımızın İzlanda havaalanında maruz kaldığı muamele diplomatik teamüller bakımından da insani bakımdan da kabul edilemez. Gereğini yapacağımızdan milletimizin şüphesi olmasın. @TFF_Org @MilliTakimlar— Mevlüt Çavuşoğlu (@MevlutCavusoglu) June 10, 2019
Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30