Ráku fyrrverandi bankastjórann fyrir að ofrukka viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:03 Danske bank hefur átt í vök að verjast undanfarið. Hann er sakaður um að hafa þvættað um 200 milljarða evra í gegnum útibú sitt í Eistlandi. Vísir/EPA Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50