Bandaríkjaher áætlar að setja upp færanlega herstöð í Evrópu sem herinn getur sett upp snögglega ef þörf krefur. Framkvæmdir Bandaríkjahers á Íslandi eru liður í þessu ef marka má fjárhagsáætlun Bandaríkjahers fyrir árið 2020. RÚV greinir fyrst frá þessu.
Í áætluninni gengur þetta verkefni undir heitinu ECAOS (European Contingency Air Operations Set). Herinn áætlar að framkvæmdir hans hér á landi muni nema um sjö milljörðum króna.
Í frétt RÚV er haft eftir Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að ekki sé áætlað að Bandaríkjaher muni staðsetja ECAOS hér á landi.
