Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Erfiðlega hefur gengið að komast að samkomulagi í málinu og héldu fundahöld áfram nú í morgunsárið eftir að fundað hafði verið fram á nótt.
Talið er að Donald Tusk forseti Evrópuráðsins leiði hóp manna sem vilja fá Hollendinginn Frans Timmermans í embættið.
Sú tillaga hefur hins vegar mætt harðri andstöðu frá þjóðum í Austur-Evrópu og stjórnmálamönnum á hægri vængnum.
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker

Tengdar fréttir

Viðræðurnar árangurslausar
Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015.