Hún er þaulvön söngkona þó hún hafi einungis nýlega farið að taka upp eigið sólóefni, sem hún gefur út undir fornafni sínu.
Lag hennar Heart Beats, sem kom út fyrir rétt rúmum mánuði, hefur verið í umtalsverðri spilun. Lagið er fyrsta smáskífan af EP-plötunni Sugar sem kemur út snemma árs 2020.
Lagalisti Elísabetar er Íslandsmiðaður, átta af tíu lögum eru íslensk, og öll lögin tíu komu út núna í sumar 2019. Það er því auðvelt að fullyrða að listinn sé barkandi freskur, eins og maðurinn sagði.